Námið
Rannsóknir
HR

Velkomin í HR

Allar helstu upplýsingar fyrir nýnema
Kæri nýnemi vertu velkominn til okkar í HR

Á þessari síðu finnur þú allar helstu upplýsingar um þá þjónustu og aðstöðu sem í boði er í HR. Þessar upplýsingar munu auðvelda þér fyrstu skrefin í háskólanáminu og við mælum því með að þú kynnir þér þær vel.

Fylgdu okkur líka á samfélagsmiðlum:

Nýnema-mentorar

Við viljum gera okkar allra besta til að taka vel á móti þér, tryggja að þér líði vel hjá okkur og hafir greiðan aðgang að allri þeirri þjónustu sem í boði er við HR. Til þess að ná því markmiði verður þér bætt inn í hóp nýnema innan þinnar deildar sem verður leiddur af nýnema mentorum. Þú getur fundið hópinn þinn inni á Canvas kerfi skólans.

Þjónustan er á vegum nemendafélaganna í samvinnu við nemendaþjónustu og deildir háskólans. Nýnema mentorar hafa það hlutverk að kynna nýnema fyrir háskólalífinu og hjálpa þeim að aðlagast.

Hvar byrja ég?

  • Staðfestingargjald: Nýnemar eru innritaðir í nám þegar staðfestingar- og skólagjöld hafa verið greidd. Ákveði deild að samþykkja nemanda eftir að formlegri innritun er lokið, fær nemandinn aðgang að kennslukerfi um leið og staðfestingar- og skólagjöld hafa verið greidd. Greiðsluseðill fyrir staðfestingargjald kemur inn á heimabankann og jafnframt er send tilkynning í tölvupósti.
  • Skráningar í námskeið: Nýnemar eru skráðir sjálfkrafa á námskeið fyrstu önnina. Eftir það bera nemendur sjálfir ábyrgð á því að skrá sig á námskeið á forritinu MySchool. Upplýsingar um námskeið eru í kennsluskrá.
  • Stundatöflur: Nálgast má stundatöflur á deildarsíðum
  • Bókalistar: Nálgast má bókalista á deildarsíðum
  • Netið: Þráðlausa netið í HR heitir eduroam og til þess að skrá sig inn á það notar þú HR-netfangið og lykilorðið. Frekari upplýsingar má finna hér.

Þjónusta fyrir nemendur

Nemendaráðgjöf HR

Það er stórt skref að hefja háskólanám og læra inn á nýtt umhverfi. Það er algengt að nýnemar þurfi að temja sér nýjar námsvenjur og huga að tímastjórnun. Þetta er einmitt meðal þess sem hægt er að fá aðstoð við hjá Nemendaráðgjöf í HR þar sem í boði er náms- og starfsráðgjöf og sálfræðiþjónusta. Náms- og starfsráðgjafar veita þér upplýsingar um námið við HR, aðstoða þig við að ná árangri í námi og átta þig á áhuga þínum og styrkleikum. Þú getur pantað einstaklingsviðtal en hópráðgjöf er líka í boði og ýmis námskeið yfir veturinn t.d. varðandi prófkvíða og námstækni.

Húsnæði bókasafns HR var mikið endurnýjað árið 2023.
Bókasafn HR

Bókasafnið í HR er opið nemendum allan sólarhringinn. Þar er mjög góð og fjölbreytt aðstaða fyrir nemendur til að sinna sínu námi. Þú getur valið þér einstaklingsbás í lokuðum þagnarrýmum, setið á einstaklings- og hópaaðstöðu á svæðum þar sem má tala saman, unnið með samnemendum í hópavinnuherbergjum eða bara notið þess að hvíla þig smá í kósí stólunum á safninu.

Ef þig langar út í heim skaltu kynna þér málið hjá alþjóðaskrifstofu HR.
Alþjóðaskrifstofa

Ef þig dreymir um að stunda nám í öðru landi skaltu kynna þér málið hjá alþjóðaskrifstofu HR en HR er með samstarfsamninga um skiptinám við háskóla víða um heim. Í byrjun hverrar annar eu haldnir upplýsingafundir um skiptinám og þeir auglýstir í tölvupósti til nemenda og á Canvas.

SFHR

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík (SFHR) er hagsmunafélag nemenda við Háskólann í Reykjavík. Allir nemendur skólans eru sjálfkrafa meðlimir félagsins og þurfa ekki að borga félagsgjöld. SFHR var stofnað til að mynda einingu milli nemenda og að starfa í þágu nemenda bæði innan og utan skólans.

Hér færðu upplýsingar tengdar náminu

Fara efst