Námið
Rannsóknir
HR

Nýsköpun með atvinnulífinu

Nýtum tækifærin!

Háskólinn í Reykjavík leggur ríka áherslu á öflugt samstarf við atvinnulífið. Markmiðið er að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu – með því að skapa tækifæri fyrir nýsköpun, þróun og verðmætasköpun í íslensku samfélagi. Í samstarfi við starfsfólk, nemendur og rannsóknarteymi verða til frumgerðir og hagnýtar niðurstöður sem stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Háskólinn vill vinna með fyrirtækjum og stofnunum að rannsóknum sem hafa áhrif!

Innan Háskólans í Reykjavík eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á fræðasviðum og hjá rannsóknarsetrum skólans. Það eru mörg dæmi um hagnýtingu tækni og þekkingar úr rannsóknum HR, þar með talið í gegnum sprotafyrirtæki.

Algengar tegundir samstarfs við atvinnulífið eru:

  • Samfjármagnaðar rannsóknir
  • Kostun á akademískum stöðum
  • Kostun nemendaverkefna á grunn-, meistara-, og doktorsstigi
  • Nýsköpunarhraðlar
  • Starfsnám
Hagnýting rannsókna

Háskólinn í Reykjavík leggur mikla áherslu á hagnýtingu rannsókna og þekkingar meðal annars með gerð nytjaleyfissamninga við fyrirtæki, sem og stofnun sprotafyrirtækja.

Háskólinn er einn af stofnendum Auðnu-tæknitorgs ehf., sem vinnur náið með skólanum að því að tengja uppfinningar og nýsköpunarverkefni við atvinnulíf og fjárfesta. Fyrirtæki og stofnanir geta þannig fengið nýja og verðmæta tækni og þekkingu m.a. með nytjaleyfum á einkaleyfum í eigu háskólans.

Að mörgu er að huga við gerð samstarfssamninga, einkum eignarhaldi, hugverkarétti og að nýting á niðurstöðum samstarfsins sé gagnsæ og skiljanleg. Innan Háskólans í Reykjavík er til staðar sérþekking á slíkum málum og samstarfssamningum. Þá veitir Auðna-tæknitorg jafnframt aðstoð við gerð samstarfssamninga og ráðgjöf um hugverkarétt.

Opin nýsköpun

Opin nýsköpun felst í því að fyrirtæki og stofnanir nýta sér þekkingu og hugvit utan eigin veggja til að hraða þróun, leysa áskoranir og skapa ný verðmæti. Samstarf við háskóla er kjarninn í slíku nýsköpunarumhverfi – þar sem fræðileg þekking, rannsóknir og skapandi hugsun nýtast í þágu atvinnulífsins.

Ávinningur af samstarfi við Háskólann í Reykjavík:

  • Aðgangur að sérfræðiþekkingu og nýjustu rannsóknum
  • Samvinna við nemendur og fræðafólk að hagnýtum lausnum
  • Nýjar hugmyndir og ferskt sjónarhorn utan vinnustaðar
  • Stuðningur við nýsköpunarferli, m.a. með aðkomu að styrkjum og hugverkum

Háskólinn í Reykjavík býður fyrirtækjum upp á sveigjanlegar leiðir til samstarfs – frá stökum verkefnum og rannsóknum til víðtækts samstarfs.

Hafðu samband!

Samstarf Háskólans í Reykjavík og atvinnulífs byggir á sameiginlegu markmiði: að efla íslenskt samfélag með menntun, rannsóknum og nýsköpun að leiðarljósi. Með öflugum tengslum milli háskóla og atvinnulífs skapist sterkari framtíð – fyrir nemendur, fyrirtæki og samfélagið allt.

Hafðu samband ef fyrirtæki þitt vill vita meira um nýsköpunarstarf HR og atvinnulífs  atvinnulif@ru.is.

Fara efst