Námið
Rannsóknir
HR
Húsnæði

Heimilisfang Háskólans í Reykjavík er Menntavegur 1, 102 Reykjavík. Í háskólabyggingunni fer öll kennsla og starfsemi fram.

Í háskólabyggingu HR fer öll kennsla fram. Þar er lesaðstaða nemenda og hópavinnuherbergi, ásamt mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf, kaffihús, verslun og líkamsrækt. Auk þess að hýsa alla kennslu eru í byggingunni stundaðar fjölbreyttar rannsóknir.

Um bygginguna

Húsnæði Háskólans í Reykjavík er rúmgott, birtumikið og með góðan anda og á sinn þátt í að skapa það samfélag sem HR er. Húsið býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn.

Hönnun hússins byggist á ólíkum álmum sem tengjast saman í miðrými sem kallað er Sól. Nöfn álmanna eru sótt í sólkerfið og reikistjörnur þess. Næst Sól er Merkúríus, þá Venus og svo koll af kolli. Í byrjun árs 2010 voru álmurnar Venus og Mars teknar í notkun ásamt göngugötunni Jörð. Sólin og Úranus voru svo teknar í notkun um miðjan ágúst sama ár.

Sólin í Háskólanum í Reykjavík

Hægt sé að koma athugasemdum og fyrirspurnum varðandi húsnæðið á framfæri með því að senda tölvupóst á hr@hr.is

Kort af HR

Við HR er fullkomið aðgangsstýrt hjólaskýli þar sem hjól og rafskútur í einkaeign bíða örugg meðan tímar eru sóttir eða öðrum erindum í HR sinnt.

Fara efst