Námið
Rannsóknir
HR

Við Háskólann í Reykjavík starfa 20 rannsóknarsetur sem starfa á breiðum vísindalegum grunni.

Kristján Kristjánsson er forstöðumaður rannsóknarþjónustu við Háskólann í Reykjavík.

Kristján Kristjánsson hefur leitt uppbyggingu rannsókna við HR frá 2007 en helstu verkefni hans eru meðal annars að aðstoða vísindamenn og fræðafólk við að sækja sér fjármagn og ná árangri í rannsóknum sínum.

Síðan HR tók þá ákvörðun að verða rannsóknarháskóli, hefur hann markvisst frá 2007 einbeitt sér að því að byggja upp rannsóknir og efla rannsóknarumhverfi skólans. Hann hefur náð ótrúlegum árangri og á sínum sviðum er hann fremstur íslenskra háskóla. Til dæmis má nefna að fjöldi ritrýndra greina hefur aukist á tímabilinu 2007-2025 úr 90 í 530 greinar á ári, og á sama tímabili hefur hlutfall ritrýnna birtinga í topp tímaritum farið úr 55% upp í 98%. Í dag eru 99% allra ritrýnna birtinga skólans á ensku en var um 90% árið 2007. Annað dæmi um jákvæða þróun rannsókna við skólann er að árið 2007 var meðalfjöldi ritrýnna birtinga á hvern akademískan starfsmann 1,1 en er núna 4,5 birtingar. Á tímabilinu 2007-2024 hefur skólinn einnig stóraukið sókn sína í rannsóknarsjóði, innlenda sem erlenda, og uppskorið marga stóra styrki, í samkeppni við aðra vísindamenn.

Kristján Kristjánsson, forstöðumaður rannsóknarþjónustu við Háskólann í Reykjavík
Fara efst