Námið
Rannsóknir
HR

Saga HR

Saga HR hefst með stofnun Tækniskóla Íslands 1964
Timeline of Reykjavik University
  • October 2, 1964 - The history of Reykjavik University begins with the establishment of the Technical College of Iceland.
Applied Engineering students in class at the Technical College of Iceland (Tækniskóli Íslands), in May 1971
  • January 15, 1988 - The School of Computer Science of the Commercial College of Iceland (Verzlunarskóli Íslands) is founded. The school originated from the Commercial College of Iceland and operated in its facilities for a decade.
  • 1998 - Reykjavik School of Business was established, based on the School of Computer Science of the Commercial College of Iceland. The School of Computer Science and School of Business start operations, along with the Centre for Continuing Education.
The Reykjavik School of Business
  • 2000 - The name is changed to Reykjavik University.
  • 2001 - MBA programs are introduced at the University.
  • 2002 - The Technical College of Iceland becomes the Iceland University of Technology (Tækniháskóli Íslands).
  • 2002 - The School of Law is established.
  • 2005 - The Icelandic University of Technology and Reykjavik University merge, creating a university with four faculties.
  • 2007 - The first research strategy of RU is approved, and the University's Research Services are established.
  • 2007 - Dr Svafa Grönfeldt is appointed Rector of Reykjavik University, and the ground is broken for new facilities in Öskjuhlíð.
  • 2008 - Formal doctoral programs commence at RU.
Construction of Reykjavík University began in the summer of 2007.
  • 2010 - The University relocates to Öskjuhlíð, uniting all operations under one roof at Menntavegur 1.
  • 2010 - Dr Ari Kristinn Jónsson, Dean of RU’s Computer Science Department, is appointed Rector.
  • 2013 - Record student enrollment.
  • 2014 - RU celebrates 50 years since the founding of the Technical College of Iceland.
  • 2015 - Plans are introduced for RU student housing and a kindergarten, with sustainability as a key focus.
  • 2016 - RU and the Ministry of Industry and Innovation begin a collaboration with MIT to enhance Icelandic economic growth through innovation (REAP).
  • 2017 - PRME (Principles for Responsible Management Education) goals are integrated into all faculties, ensuring students are educated on social responsibility.
  • 2018 - RU co-founds Auðna Technology Transfer Office and establishes its Research Fund.

  • 2018 - RU is ranked 401-500 on the Times Higher Education list of the world’s best universities and 89th among young universities.
Shoveling taken for the RU Student Housing
  • 2018 - Construction begins on RU’s Student Housing.
  • 2019 - RU joins the Icelandic Language Technology Association and contributes to making Icelandic compatible with the digital age.
  • 2019 - RU moves up to the 301-350 range on the Times Higher Education list.
  • 2020 - The first phase of RU’s Student Housing opens with 122 apartments and rooms.
  • 2020 - RU’s Sleep Revolution project receives a €15 million EU grant, marking one of the largest grants awarded to an Icelandic university.
  • 2020 - RU ranks first globally in research impact according to citations on the Times Higher Education list.
  • 2021 - Dr. Ragnhildur Helgadóttir, Professor of Law, is appointed Rector.
  • 2021 - The RU Infrastructure Fund is established.
  • 2021 - RU achieves a record €5 million in external research funding.
  • 2022 - RU becomes a member of the NeurotechEU university alliance.
From the 25th anniversary of Reykjavik University
  • 2023 - RU celebrates its 25th anniversary.
History of Reykjavik University (RU)

Reykjavik University (RU) is a research and educational institution offering degrees across seven academic schools in addition to the University Preparatory Programme. These schools include the School of Law, School of Engineering, School of Computer Science, School of Industrial and Mechanical Engineering, School of Psychology, School of Sports Science, and School of Business.

RU also operates the Open University at RU, specializing in lifelong learning and continuing education for professionals and executives. Additionally, students lacking the required academic preparation can enrol in the University Preparatory Programme, after which they may apply for undergraduate studies.

RU also operates the Open University at RU, specializing in lifelong learning and continuing education for professionals and executives. Additionally, students lacking the required academic preparation can enroll in the University Preparatory Programme, after which they may apply for undergraduate studies.

Applied Engineering students at work in May 1971

Reykjavík University (HR) emphasizes conducting internationally recognized research that enhances the university's reputation on the global stage, enriches teaching at the institution, and contributes new knowledge to Icelandic industry and society. HR has developed a clear and forward-thinking research strategy and has taken deliberate steps to strengthen research across all its academic fields.

HR's research activity has steadily increased over the years, as evidenced by the growing number of publications in peer-reviewed journals. In the university’s main academic disciplines, HR now leads its peers in Iceland in terms of research performance.

HR’s Impact

Each year, approximately 3,800 students pursue undergraduate, master’s, and doctoral studies at HR. The university collaborates with both Icelandic and international universities, as well as various public institutions engaged in education and research. Additionally, HR has established agreements with companies and organizations to strengthen its ties to the business sector further. This collaboration fosters innovation in education and research.

HR also maintains extensive partnerships with primary and secondary schools through various projects aimed at introducing students to the life and activities at HR and showcasing the opportunities that higher education—particularly in technical fields—can provide. Examples of such initiatives include Girls and Technology and the High School Programming Competition.

Reykjavík University ranks seventh in the world for relative research impact, according to the Times Higher Education (THE) list of the best universities globally, having previously held first place in 2021 and the two years prior. HR has also received recognition from the European Commission as a workplace adhering to EU guidelines for a supportive environment for researchers.

In early 2022, HR undertook a mapping project to identify start-up companies connected to the university. This initiative aimed to catalogue businesses founded by students and staff during their time at HR since the university’s inception in 1998. The project identified over 60 start-ups with direct ties to HR. Most of these companies emerged from student capstone projects and/or staff research.

HR’s Role in Cluster and Sector Development

Reykjavík University actively participates in the development of diverse clusters and sectors in Iceland. Examples of such clusters include the Sleep Research Center (RUSI), the Institute of Biomedical and Neural Engineering (IBNE) - Medical Technology Center, and the Centre for Law on Climate Change and Sustainability.

Organization and Governance

Reykjavík University is a corporation with the following shareholders and their respective ownership stakes:

  • Iceland Chamber of Commerce Education Fund: 64%
  • Federation of Icelandic Industries: 24%
  • Confederation of Icelandic Enterprise: 12%

The university operates as a non-profit organization. Its owners derive no financial benefit from its operations, and it is not permitted to distribute dividends to shareholders. HR has a service agreement with the Ministry of Education, Industry, and Innovation, under which the government provides funding per student at the university. In addition, tuition fees are charged to students.

Management and Administration

The management of HR falls under the responsibility of the University Council, which is elected by the university's backers at the annual general meeting for a term of one year. The University Council appoints the university’s rector, who represents HR, oversees daily operations, and is accountable to the council. The rector appoints deans of faculties, directors, and other staff reporting to them.

RU´s Rectors

Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík 1998-2007 

Sá nemendafjöldann nífaldast

Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir var doktorsnemi og ráðgjafi í Bandaríkjunum á árunum 1986- 1999. Hún lauk doktorsprófi í atferlisfræði með áherslu á stjórnun árið 1991 frá háskólanum í Vestur Virginíu (West Virginia University) og í kjölfarið stofnaði hún sitt eigið ráðgjafafyrirtæki, LEAD Consulting. Hún starfaði sem ráðgjafi í Bandaríkjunum og víðar, bæði á námsárunum og að þeim loknum, allt til ársins 1999. Hún var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík, frá fyrstu skólasetningu 4. september 1998 til 2007. Eftir rektorsárin var hún þingmaður Reykvíkinga 2007-2009 og stofnaði LC Ráðgjöf árið 2009 þar sem hún starfar sem ráðgjafi við stefnumótun, stjórnun, verkefnastýringu og innleiðingu stefnu og áætlana. 

Mikill kraftur á upphafsárunum 

Háskólinn í Reykjavík var settur í fyrsta sinn 4. september 1998 og þá sem Viðskiptaháskólinn í Reykjavík. „Það sem skipti mestu í upphafi var að fá góða starfsmenn og stúdenta við skólann. Háskólanum í Reykjavík var frá fyrstu tíð ætlað að auka samkeppnishæfni atvinnulífs á Íslandi. Þrjú leiðarljós voru sett skólanum strax í upphafi, þ.e. nýsköpun, tækniþróun og alþjóðlegt samstarf. Við hugsuðum stórt og vildum sjá HR sem lítinn en öflugan háskóla sem nyti í framtíðinni alþjóðlegrar virðingar og viðurkenningar bæði fyrir kennslu og rannsóknir.“ Guðfinna segir mikinn kraft hafa verið í uppbyggingu deildanna, kennslu og rannsókna þrátt fyrir takmarkað fjármagn. 

Hefði viljað sameina HR, LHÍ og Bifröst 

Guðfinna rifjar upp að á fyrsta skólaári HR hafi 750 stúdentar sótt um nám við skólann en einungis 195 fengu vist. „Og þannig hefur það verið í HR að flest árin hefur umsóknarfjöldi verið mikill og einungis hægt að bjóða hluta umsækjenda skólavist.“ Guðfinna segir að í upphafi hafi mikilvægar línur verið lagðar. Lögð var áhersla á að velja starfsfólk af mikill kostgæfni, fólk sem ljóst væri að hefði metnað til að byggja upp samkeppnishæfan háskóla. Er eitthvað sem þú vildir hafa gert öðruvísi? „Ég hefði viljað að við byrjuðum með verkfræði- og tæknifræðinám á upphafsárunum, samhliða uppbyggingu tölvunarfræðideildar. Það var þó ekki fyrr en með samruna HR og Tækniháskóla Íslands 1. júní 2005 að tækni- og verkfræðideild varð að veruleika. Reyndar var sá samruni mjög farsæll. Á sama tíma hefði ég viljað sjá HR, Listaháskólann og Bifröst taka höndum saman og stofna einn háskóla. Þannig held ég að til hefði orðið öflugur háskóli og endalaus samstarfstækifæri fræðimanna og stúdenta umfram það sem nú er.“ 

Stolt og þakklát af níu ára starfi 

Aðspurð hvort þetta hafi verið góður tími segir Guðfinna: „Þetta var dásamlegur tími, hver dagur einstakur og endalaust fögnuðum við litlum og stórum sigrum. Vissulega blés oft harkalega á móti en allur sá mótvindur herti okkur og efldi starfið í HR. Haustið 2006 voru stúdentar Háskólans í Reykjavík 2.800 talsins, nífalt fleiri en þegar háskólinn tók til starfa haustið 1998. Ég hafði árum saman talað um nýsköpun og þá þumalfingursreglu að tímabært væri fyrir frumkvöðla að víkja fyrir öðrum eftir u.þ.b. átta ár í starfi. Ég vildi vera þessari boðun trú og lét af starfi rektors snemma árs 2007. Ég er bæði stolt og þakklát fyrir sérhvert þeirra nærfellt níu ára sem ég starfaði sem rektor. Þetta árabil var einstakt í uppbyggingu háskólastarfs á Íslandi og landslagið breyttist í anda þess sem við í HR lögðum upp með. Hlutfall háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði tvöfaldaðist. Árið 1997 var það ríflega 13%, en tíu árum síðar, árið 2007, var það orðið ríflega 26%.“ Guðfinna segist sjá að framundan sé enn meiri gerjun í starfsemi háskóla á Íslandi. „Líklega er kominn tími til frekari samþjöppunar og samruna, en þó aðallega til eflingar háskólastigsins. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að menntun sé grundvöllur fyrir menningar-, félags-, atvinnu- og efnahagsmál þjóðarinnar.“ 

Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík 2007-2009 

Stolt af árangri HR og nemenda 

Svafa Grönfeldt gegndi stöðu rektors Háskólans í Reykjavík á árunum 2006 - 2009. Svafa er með doktorspróf frá London School of Economics. Áður en hún tók við rektorsstöðunni var hún aðstoðarforstjóri Actavis en samhliða því var Svafa lektor við Háskóla Íslands og HR í fjöldamörg ár og kenndi stjórnun og markaðsfræði. Svafa starfar nú sem framkvæmdastjóri hjá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Alvogen Inc. sem starfar í 37 löndum. Verkefni hennar er að stuðla að alþjóðlegri uppbyggingu fyrirtækisins og samþætta starfsemina um allan heim. Auk þess er hún í stjórn Össurar. „Það má því segja að allan minn feril hafi ég starfað við að byggja upp fyrirtæki og aðstoða við að koma skipulagi á starfsemina. Ég er því skrýtin blanda af róttækum frumkvöðli og skipulagsarkitekt.“ 

Stoltust af frábæru samstarfi við nemendur og starfsfólk 

Á rektorsárum Svöfu voru hönnun og bygging á nýrri aðstöðu fyrir HR í Nauthólsvík efst á baugi. Svafa stóð jafnframt fyrir breytingum á stjórnskipulagi skólans með það að markmiði að efla enn frekar rannsóknir og gæði kennslunnar. Hún segist vera stoltust af frábæru samstarfi við nemendur og starfsfólk háskólans. „Okkur tókst í sameiningu að byggja þetta stórglæsilega hús og gera breytingar á starfsemi skólans þegar flestir hefðu kannski gefist upp en HR-ingar stóðu þétt saman og lögðu mikið á sig til að ná settu marki.“ Aðspurð hvort hún hefði viljað hafa gert eitthvað öðruvísi svarar hún: „Við lögðum mikla áherslu á samstarf við erlenda háskóla og byggðum upp öflugt tengslanet en ég hefði gjarnan viljað ná fram virkara samstarfi við innlendu háskólana. Sér í lagi finnst mér spennandi „fusion“ á milli viðskipta, tækni og lista.“ 

Hugsar stundum með söknuði til tímans í HR 

Svafa segir þennan tíma hafa verið stórkostlegan. „Það eru alger forréttindi að fá að vinna að háskólastarfi hvort sem er sem stjórnandi eða við kennslu og rannsóknir. Ég tók að mér ákveðið verkefni sem var að byggja skólann upp og gera ákveðnar stjórnskipulagsbreytingar og fór síðan strax aftur út í atvinnulífið að því loknu. Þar á ég best heima en ég hugsa samt með söknuði til þessa tíma í HR og allra þeirra sem ég starfaði með og ég fyllist stolti í hvert skipti sem ég sé og heyri hversu vel skólanum og nemendum hans gengur.“ 

Mikilvægt að virkja sköpunarkraft nemenda 

„Staða HR er alltaf að styrkjast sem best sést á hæfni útskrifaðra nemenda og öflugu rannsóknarstarfi,” segir Svafa aðspurð um stöðu HR í dag. „Aukið námsframboð og bætt aðstaða til náms gerir okkur kleift að styrkja stöðu Íslands og rennir sterkum stoðum undir nýsköpun í atvinnulífinu. Ef við eigum að geta nýtt menntun til nýsköpunar þá þurfum við ekki bara að tengja vel saman háskóla, fyrirtæki og fjármagn heldur einnig að tryggja að nemendur hafi framtíðarsýn og trú á eigin hugmyndum. Við þurfum að veita þeim tæki og tól til að virkja sköpunarkraftinn og búa þeim umhverfi sem auðveldar þeim að hrinda hugmyndum í framkvæmd,“ segir Svafa að lokum. 

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík 2010 - 2021

Menntamál eru efnahagsmál 

Dr. Ari Kristinn Jónsson hefur gegnt stöðu rektors HR frá því í janúar 2010. Hann segir háskóla fyrst og fremst vera fjárfestingu í getu þjóðarinnar til að skapa sér verðmæti og aukin lífsgæði, þeir eigi hvorki að vera skrautfjaðrir né félagslegt úrræði. Að sama skapi sé mikilvægt að háskólar sjái sig sem stofnanir sem beri fyrst og fremst ábyrgð gagnvart samfélaginu sem þeir starfa í og þörfum þess en ekki sem stofnanir sem eru til sjálfrar sín vegna eða af gömlum vana. 

Ari Kristinn segir háskólann hafa þróast og breyst gríðarlega mikið frá því hann kenndi fyrst við hann árið 2001. „HR hefur að sjálfsögðu stækkað geysilega mikið á þessum tíma. Vorið 2001 komst öll starfsemi háskólans fyrir í A álmu hússins við Ofanleiti, enda áherslan á þeim tíma á kennslu á grunnnámsstigi í tölvunarfræði og viðskiptafræði, en nemendur voru nokkur hundruð. Þegar ég kenndi næst árið 2004 hafði húsnæðið verið tvöfaldað og þegar ég gekk til liðs við HR árið 2007 var búið að sameina HR og Tækniháskóla Íslands sem aftur bætti verulega við stærð háskólans. Í dag erum við svo með umfangsmestu starfsemi á landinu í kennslu og rannsóknum á sviðum tækni, viðskipta og laga, staðsett í stóru og góðu framtíðarhúsnæði háskólans við Nauthólsvík, með um 3.500 nemendur í háskólanámi.” 

Sterkur alþjóðlegur rannsóknarháskóli 

Það er þó ekki bara stærð háskólans sem hefur breyst, því á þessum tíma hefur HR þróast úr því að vera kennsluháskóli á grunnnámsstigi yfir í að verða sterkur alþjóðlegur rannsóknarháskóli. Ari segir rætur þessara umbreytinga liggja djúpt, enda hafi öflugir sérfræðingar í rannsóknum starfað við HR svo að segja frá stofnun hans árið 1998. „Í kringum 2007 var svo farið á fullt skrið með að efla rannsóknir við HR og hefur árangurinn verið hreint ótrúlegur. Birtingar á hvern akademískan starfsmann hafa margfaldast á þessum sjö árum og það sama gildir um fjárveitingar sem HR hlýtur úr samkeppnissjóðum. Í dag stendur HR fremst hér á landi í rannsóknum á sviðum tækni, viðskipta og laga.” 

En þó að ýmislegt hafi breyst þá tekur Ari fram að HR hafi tekist að halda lykileinkennum sínum, sem skipti miklu máli. „HR er eftirsóttur vinnustaður með góðu starfsfólki og góðum starfsanda. Háskólinn er ennfremur trúr sínu upphaflega hlutverki sem er að þjóna þörfum atvinnulífs og samfélags hér á landi með menntun, nýsköpun og rannsóknum til að efla okkar samkeppnishæfni.” 

Stofnun Tækniskóla Íslands mikilvæg fyrir íslenskt samfélag 

Þann 2. október 2014 fagnar starfsfólk HR því að 50 ár eru liðin frá því að Tækniskóli Íslands var fyrst settur, en hann varð síðar Tækniháskóli Íslands og sameinaðist HR árið 2005. Að sögn Ara eru þetta stór og mikilvæg tímamót, ekki bara fyrir HR, heldur fyrir íslenskt samfélag, enda var stofnun Tækniskólans mikilvægt fyrsta skref í uppbyggingu tæknináms á Íslandi. „Uppbygging tæknináms er undirstaða þess að þekking og þekkingarsköpun á sviðum tækni verði til hér á landi. Það gildir einu hvort við horfum til byggingartækni, vélatækni, tölvutækni eða annarra tæknigreina, það hefur reynst þjóðinni gríðarlega dýrmætt að geta byggt upp og skapað þekkingu í þessum undirstöðuatvinnugreinum og þannig tryggt að íslenskt atvinnulíf verði leiðandi í uppbyggingu samfélagsins. Það er framþróun atvinnulífsins sem stendur undir lífsgæðum almennings. Menntamál eru, þegar upp er staðið, efnahagsmál og því ber að líta á fjárfestingu í menntakerfinu sem fjárfestingu í lífsgæðum og betra samfélagi.” 

„Saga Tækniskóla Íslands er mjög áhugaverð því hún endurspeglar mikilvæga þróun í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Fyrir stofnun Tækniskólans þurfti að sækja alla tæknimenntun erlendis og fóru flestir í þeim erindagjörðum til Danmerkur, en með stofnun hans var einstaklingum gert kleift að sækja að minnsta kosti hluta síns náms á Íslandi. Á þeirri hálfu öld sem síðan er liðin hefur tækninám eflst verulega hér á landi og lagði Tækniskólinn mikið til þeirrar þróunar.” 

En það er ekki síður áhugavert að horfa á söguna í ljósi þess að Tækniháskóli Íslands og HR sameinuðust árið 2005. Báðir þessir skólar voru stofnaðir með þarfir atvinnulífsins og samfélagsins í huga og hafa þróast í takt við það. 

„Þegar Tækniskólinn er settur á fót, þá vantar tilfinnanlega fólk með ýmis konar tækniþekkingu og þá ekki síst með grunn í tæknifræðigreinum. Þegar HR var stofnaður þá vantaði verulega upp á að nægt framboð væri af einstaklingum með menntun í upplýsingatækni, viðskiptum og lögum. Sameining þessara tveggja háskóla lagði svo grunninn að því að til yrði stór og öflugur háskóli atvinnulífsins. Má þar nefna að fjöldi útskrifaðra tæknifræðinga tvöfaldaðist á átta árum eftir sameiningu og að tilkoma verkfræðináms í sameinuðum háskóla hefur meira en tvöfaldað fjölda útskrifaðra verkfræðinga frá árinu 2004 til ársins 2010. Þróun námsframboðs er svo í stöðugri endurskoðun eftir því sem samfélagið og efnahagslífið þróast, bæði hér heima og alþjóðlega. HR er í miklu og góðu samstarfi við fjölmörg fyrirtæki í öllum geirum íslensks atvinnulífs, enda ekki til sú stofnun eða það fyrirtæki þar sem tækni, viðskipti eða lög gegna ekki veigamiklu hlutverki,“segir Ari. 

Einstakur starfsandi í HR 

Ari segir það vera hrein forréttindi að vinna við Háskólann í Reykjavík. „Hérna er frábært starfsfólk sem bæði hefur mikla hæfileika á sínum sérsviðum og er virkilega gott að vinna með. Ég hef nú reyndar sagt þetta áður og verið spurður hvað komi þar til. Það er erfitt að nefna eitthvað eitt ákveðið atriði sem býr þar að baki, en okkur hefur tekist afskaplega vel að velja fólk inn í HR og búa um leið til starfsanda sem styður við gott starf. Það er þó eitt sem ég finn að skiptir sjálfan mig miklu máli í því að gera HR að þessum einstaka vinnustað. Það er að hlutverk HR er alveg skýrt og gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag. Menntun og rannsóknir til að byggja upp efnahag landsins til framtíðar eru ein mikilvægustu verkefni sem hægt er að vinna að. Þetta eru undirstöður sem svo ótal margt annað byggir á. Ég þekki þetta vel frá Kísildal, þar sem ég var í doktorsnámi og vinnu í 16 ár samanlagt. Sköpun nýrrar þekkingar og öflugur vel menntaður mannauður er það sem hefur gert Kísildalinn að miðstöð hátækni í heiminum. Og það er þessi sama hugsun í starfi HR sem gerir þennan vinnustað svo einstakan í mínum huga - við erum ekki að vinna fyrir stofnunina sjálfa, heldur fyrir Ísland, nemendurna okkar, atvinnulífið, samfélagið okkar og framtíðina. Það er ekki erfitt að hendast á fætur og takast á við daginn af krafti þegar það eru viðfangsefnin.“

„Það sem flestir hugsa þegar Kísildal og NASA bera á góma er tækniþróun og þá sér fólk fyrir sér tölvur, snjallsíma, hugbúnað, eldflaugar, vélmenni, reikistjörnur, geimstöðvar og svo framvegis. En það sem bæði Kísildalur og NASA raunverulega snúast um er fólk sem hefur getuna og áræðnina til að koma því í framkvæmd sem ekki hefur verið gert áður. Undirstöður þess eru menntun og rannsóknir með skýr markmið í huga - að breyta heiminum, að efla samkeppnisforskot, að búa til verðmæti og að koma okkur raunverulega áfram. Um þetta hefur HR alltaf snúist - að skapa nýja þekkingu til þess að við verðum betri, öflugri og samkeppnishæfari.” 

En þrátt fyrir að markmið þessara stofnana séu þau sömu segir Ari afskaplega margt vera ólíkt með þeim. „Á meðan NASA er risavaxin ríkisstofnun með fjárráð sem eru meiri en verg landsframleiðsla Íslands, þá er HR í raun sjálfstætt fyrirtæki þar sem stöðugt er verið að horfa til þess hvernig sé hægt að gera sem allra mest og best fyrir þau takmörkuðu fjárráð sem fyrir hendi eru. Þetta þýðir að mun meiri agi þarf að vera í rekstri HR, ekki bara í því að ná jafnvægi í heildarrekstri, heldur líka í því að nýta fjármuni sem skilvirkast svo að háskólinn í heild eflist og styrkist sem best. Stjórnun fjármuna hjá NASA var oft ansi kostuleg og virtist stundum hafa meira að gera með goggunarröð eininga en heildarmarkmið stofnunarinnar. En, svo því sé haldið til haga, það vinnur margt frábært fólk hjá NASA og það vinnur af öllum krafti að markmiðum stofnunarinnar. En það kom mér oft á óvart hvað það var stundum lítill hópur sem átti mestan heiður af þeim afrekum sem náðust. Það að velja þennan litla öfluga hóp rétt er á endanum lykillinn að þessu öllu, hvort sem við erum að reka háskóla, gera nýja hluti í tölvutækni eða koma geimfari á Mars. Munurinn er að í HR höfum við ekki svigrúm til að hafa neitt umfram þennan öfluga kjarnahóp og það er hann sem er grunnurinn að velgengni okkar síðustu árin.” 

Háskólinn þarf að þróast og breytast 

Þegar Ari er spurður að því hvernig hann sjái háskólann næstu ár og áratugi segir hann skipta langmestu máli að HR geti haldið áfram að þróast og breytast. „Við höfum náð gríðarlega miklum árangri á síðustu árum, bæði í rannsóknum og menntun. Við stöndum fremst á Íslandi á okkar sviðum og eftirspurn eftir skólavist er langt umfram það sem við getum annað. En það má alls ekki sjá það sem leiðarenda. Við eigum að halda áfram að eflast og gera betur. Heimurinn er stöðugt að breytast og það sama á við um Ísland. HR þarf að vera virkur í því breytingarferli, bæði til að hafa áhrif á þær breytingar sem verða og til að laga sig að breyttu umhverfi. Þessi stöðuga þörf á þróun og breytingum þýðir að það er eðlilegt að fólk komi og fari í HR, að störf í háskólanum breytist, að teknar séu upp nýjar aðferðir í okkar störfum og að gerðar séu tilraunir sem oft heppnast vel, en stundum takist ekki. 

Ef við horfum til ákveðinna þátta, þá tel ég að HR haldi áfram að vaxa á næstu árum, þó ekki eins ört og hann hefur vaxið síðustu þrjú árin. Það er reyndar áfram mikil þörf á aukinni menntun á Íslandi og þá sérstaklega á þeim sviðum sem best styðja við þróun atvinnulífsins og samfélagsins. En fjármagn verður að fylgja vextinum og það hefur látið á sér standa og því verðum við að hægja á vextinum. Þessi vöxtur þýðir engu að síður að til þess kemur að háskólabyggingin þarf að stækka, en það er alveg ljóst að það verður ekki gert fyrr en fjárhagsstaða HR er þannig að við ráðum vel við þann viðbótarkostnað sem fylgir stærri byggingu. 

Það er hins vegar víst að þróun á landsvæði HR í Nauthólsvík fer af stað á næstu árum. Þar ber fyrst að nefna Háskólagarða sem sárvantar bæði fyrir nemendur HR og þá sérfræðinga sem koma til að starfa tímabundið við HR og tengdar stofnanir. Næsta skref verður svo uppbygging í kringum nýsköpun og vöxt í atvinnulífinu tengd kjarnasviðum HR. Á þessu svæði HR mun þungamiðja nýsköpunar í hátækni og viðskiptum á Íslandi verða til, þar sem ný fyrirtæki verða til, vaxa í nábýli við háskólastarfið og umhverfið í kring, og vaxa svo upp úr svæðinu og færa sig annað. Í þessu samhengi horfi ég til þess hvernig slíkt umhverfi hefur orðið til í næsta nágrenni við öfluga tækniháskóla í Bandaríkjunum. 

Áhugaverðasta þróunin held ég þó að verði í innra starfi HR og þá sérstaklega í því hvernig kennsluhættir þróast. Tækniþróun síðustu ára hefur ýtt áfram jákvæðri þróun í kennslu, með rafrænum samskiptamiðlum, margmiðlunartækni, miðlægum kennslukerfum, stafrænum upplýsingum og fleiru. Þetta hefur gert okkur kleift að gera kennsluna hjá okkur verkefnamiðaðri, gagnvirkari og persónulegri en gengur og gerist. Það sem er hins vegar að gerast núna í þróun samfélags og samskiptatækni mun breyta kennsluháttum verulega til framtíðar. Annars vegar er tæknin að gera mögulegt að ganga miklu lengra, eins og með tölvustýrðri yfirferð og sjálfvirkri stjórnun á aðgengi að efni. Hins vegar er samfélagið allt að gerbreytast og þá sérstaklega yngstu kynslóðirnar, en það býður upp á mjög áhugaverða möguleika í sambandi við kennslu. Nýjar kynslóðir eru að vaxa úr grasi sem sækja sér allt sitt efni sjálfar og eru drifnar áfram af aðgengi og tengingum sem einstaklingar geta notað að eigin vild og frumkvæði. Það er gaman að setja þetta til dæmis í samhengi við það hvernig tímasett sjónvarpsdagskrá og einhliða samskiptamiðlar hafa vikið fyrir beinu aðgengi að myndefni þar sem er hægt að nýta samskiptamiðla og tækni til að horfa gagnvirkt á afþreyinguna, tjá sig jafnóðum, stoppa, skoða, hætta, breyta, kanna frekar og svo framvegis. Þessi sama breyting mun færast í enn meira mæli yfir í menntun, sem mun breyta verulega kennsluháttum.” 

Hugarfarsbreyting nauðsynleg í samfélaginu 

Þá telur Ari einnig mikilvægt að íslenskt samfélag haldi áfram að þróast og breytast og nefnir í því samhengi sérstaklega samkeppnisfærni Íslands. „Á næstu árum þarf að verða hugarfarsbreyting á Íslandi, ef við viljum halda áfram að vera samkeppnisfær í heiminum. Þetta er nauðsynlegt bæði til að skapa verðmæti sem aðrir vilja greiða okkur fyrir og til að Ísland sé staður þar sem fólk vill búa, ala upp börnin sín og skjóta rótum til framtíðar. Við eigum vissulega dýrmætar náttúruauðlindir sem við eigum að nýta skynsamlega og á sjálfbæran hátt til framtíðar. En sala á hráum afurðum náttúruauðlinda mun ekki standa undir þeirri aukningu í verðmætasköpun sem við þurfum fyrir þau lífsgæði sem við krefjumst. Við verðum að efla til muna verðmætasköpun sem byggir á hugviti og nýsköpun til framtíðar. Það er eitt helsta keppikefli þeirra þjóða sem mest byggja á auðlindum eða á láglaunavinnuafli að færa sig yfir í að skapa verðmæti með hugviti og þekkingu. Þessi sýn er alls ekki í andstöðu við nýtingu náttúruauðlinda. Þvert á móti þá sjáum við hvað hægt er að gera til að auka stórkostlega verðmæti afurða náttúruauðlinda þegar hugvitið er nýtt til að hámarka verðmætin.” 

Eðlilegt að háskólastofnunum fækki á næstu árum 

Ari segir háskóla vera grundvöll þessarar breytingar á atvinnulífi og efnahag og undirstrikar að háskólakerfið á Íslandi þurfi af þessum sökum að vera sterkt, sveigjanlegt og skilvirkt. „Háskólakerfið yrði aldrei sterkt, sveigjanlegt og skilvirkt ef ein ríkisstofnun myndi sjá um allt háskólastarf, en það þýðir heldur ekki að dreifa eigi kröftunum ótakmarkað. Það er eðlilegt að háskólastofnunum á Íslandi fækki á næstu árum í gegnum sameiningar þar sem horft til til þess að tryggja rekstrarhæfi eininga og getu þeirra til að tryggja gæði námsins. Ef háskólar sætu allir við sama borð og kepptu á jafnræðisgrundvelli um fjármagn og nemendur, þá myndu slíkar sameiningar koma af sjálfu sér. Stærri og sterkari einingar standa betur þegar kemur að samkeppni um fjármagn og því myndu stofnanir sjá sér hag í að standa sterkari saman. 

Fjöldi háskólastofnana er hins vegar alls ekki meginviðfangsefnið þegar kemur að því að nýta menntun og þekkingu sem best til framdráttar íslensku samfélagi. Það sem mestu skiptir er réttur skilningur á hlutverki háskólasamfélagsins. Á Íslandi er alltof oft horft til háskóla sem fjárhagslegrar byrði fyrir ríkið, sem félagslegs úrræðis eða jafnvel sem skrautfjaðra sem skila litlu til þjóðarinnar. Þessi hugsun er alröng því menntamál eru efnahagsmál og þannig á að horfa á háskóla - sem fjárfestingu í getu þjóðarinnar til að skapa sér verðmæti og aukin lífsgæði. Háskólar þurfa svo líka að sjá sig í sama ljósi - sem stofnanir sem bera fyrst og fremst ábyrgð gagnvart samfélaginu sem þær starfa í og þörfum þess en ekki sem stofnanir sem eru til sjálfrar sín vegna eða af gömlum vana. 

Á Íslandi eigum við virkilega gott háskólafólk, við eigum náttúruauðlindir sem við getum byggt á og við eigum duglega og kraftmikla þjóð. Þetta allt saman nýtum við best með því að byggja upp störf á hugviti og þekkingu. Við munum, bæði til lengri og skemmri tíma, fá meira út úr slíkri nálgun heldur en með beinni sölu á náttúruauðlindum. Við sjáum vel hvað er hægt og eigum nú þegar framsækin hátæknifyrirtæki, þó þau séu færri og minni en þau ættu að vera. Við erum að stórauka verðmæti sjávarfangs með því að þróa nýtingu hráefna sem á sér varla nokkurn líka í heiminum. Við eigum að halda ótrauð áfram á þessari braut og það eru menntun og þekking sem eru undirstaða þess og því skiptir háskólakerfið á Íslandi okkur svo miklu máli.”

Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík 2021 - 2026

Ragnhildur hefur viðamikla reynslu af stjórnun í háskólastarfi og hefur um árabil verið einn fremsti vísindamaður Háskólans í Reykjavík. Hún var forseti samfélagssviðs HR 2019-2021, en undir það heyra viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttadeild. Hún hefur starfað við Háskólann í Reykjavik frá 2002, sem prófessor við lagadeild frá 2006 og hún var deildarforseti lagadeildar frá 2014 til 2019. Hún er formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstóli Evrópu, hún sat í samninganefnd Íslands við ESB og hefur verið ad hoc formaður í nefnd um dómarastörf. Hún hefur kennt við Háskólana í Montreal og Ottawa í Kanada, Paris II (Pantheon-Assas) í París og Toulouse Capitole í Toulouse og víðar, hún er heiðursdoktor frá Háskólanum í Bergen og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum meðfram störfum sínum við háskólann, hér á landi og erlendis.

Ragnhildur er fædd 1972. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Virginíu 2004, LL.M. gráðu frá sama skóla 1999 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1997.

„Háskólinn í Reykjavík stendur faglega sterkar en nokkru sinni og það gengur allt afskaplega vel. Skólinn hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendahópurinn hefur aldrei verið stærri eða sterkari, en 300 starfsmenn og 350 stundakennarar vinna nú með ríflega fjögur þúsund nemendum skólans,“ er haft eftir Ragnhildi í tilkynningu.

„Yfirlýst hlutverk HR er að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina og það gerum við með því að skapa og miðla þekkingu. Skólinn stendur mjög vel á alþjóðlegum listum yfir gæði háskóla. Í mínum verkahring er sem fyrr að hugsa um hag skólans í heild. Það gerum við til dæmis með því að efla mannauð okkar í námi, rannsóknum og starfi. Þegar vel tekst til nærum við vaxtarsprota sem leiða til nýsköpunar í atvinnulífi. Við vitum um sextíu sprotafyrirtæki með rætur í verkefnum í HR. Það þykir mér harla gott fyrir ungan skóla af hóflegri stærð.“

Háskólinn er sterkur og hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendum. Undanfarin misseri höfum við þurft að einbeita okkur að því að bjóða nemendum sem allra best nám við erfiðar aðstæður og að halda rannsóknavirkni gangandi. Fyrsta hlutverk mitt verður að tryggja að starfsemi háskólans verði sem eðlilegust að nýju, að við náum að fókusera meira á alþjóðatengsl í námi og rannsóknum, tengsl við samfélagið utan háskólans og nýsköpun, eins og við erum vön. Ég tek við afskaplega góðu búi og það verður mjög spennandi og gaman að vinna áfram á þeim grunni og tryggja að HR haldi áfram að þróast í takti við örar breytingar á þörfum samfélagsins.

Rektorar Tækniskóla Íslands
Bjarni Kristjánsson, rektor Tækniskóla Íslands 1964-1990 

Fékk grænt ljós hjá ráðherra

Bjarni Kristjánsson var rektor Tækniskóla Íslands á árunum 1964-1990. Bjarni er menntaður í vélaverkfræði frá Þýskalandi. Eftir að hann hætti sem rektor var Bjarni stundakennari við skólann og kenndi einkum véltengdar greinar. „Samhliða kennslunni gerði ég árás á fjölda bóka sem ég áður hafði ekki orku til að sinna. Ég skrifaði og bók sem kom út árið 2012, Glettni veiðigyðjunnar.” Bjarni er nú kominn á níræðisaldur og segir hann veiði og fjallgöngur hafa átt hug sinn allan eftir að hann hætti að vinna. 

Mikil eindrægni innan stofnunarinnar 

Stoltastur segist Bjarni af því að hafa áorkað því að útskrifa fyrstu alíslensku byggingartæknifræðingana, eins og hann orðar það sjálfur. Gylfi Þ. Gíslason var þá menntamálaráðherra og segist Bjarni hafa óskað eftir heimild frá honum til að ráðast í verkið. „Þá bara farðu í þetta, sagði kallinn,” rifjar Bjarni upp og hlær. „Eftir 25 ára starf voru deildir í skólanum orðnar 14 og iðnaðartæknifræði var á næsta leyti. Um var að ræða mismunandi brautir í byggingum, vélum og rafmagni, en mjög margir sóttu sér menntun í rekstrarfræði. Ég tel að þetta hafi gengið ljómandi vel og í mikilli eindrægni innan stofnunarinnar,” segir Bjarni. 

Þróun skólans var of hæg 

Þegar Tækniskólinn fagnaði 25 ára afmæli sínu birti Morgunblaðið viðtal við Bjarna (25. október 1989). Við það tilefni sagði Bjarni að meginhlutverk skólans væri að veita menntun sem leiddi til aukinnar framleiðslu í landinu til langframa og án þess að missa sjónar á náttúruvernd og náttúrubót. Í viðtalinu sagði Bjarni þó að þróun skólans hafi verið of hæg. Þörfin fyrir tæknimenntun hafi aukist örar en starfsemi menntakerfisins á því sviði. Aðspurður um stöðu tæknináms í dag segir Bjarni: „Ég hætti að fylgjast með þegar ég hætti að vinna. Ég sat nú ekki á skoðunum mínum hér áður, en ég fann minn vitjunartíma. En ósk mín er sú að áfram megi vel takast að tæknimennta Íslendinga.”

 

Guðbrandur Steinþórsson, rektor Tækniskóla Íslands 1990-2002 

Tækninám byggir á náttúrulögmálum 

Guðbrandur Steinþórsson gegndi stöðu rektors Tækniskóla Íslands á árunum 1990 – 2002. Hann nam byggingarverkfræði frá Danmarks Universitet og útskrifaðist þaðan árið 1972. Guðbrandur varð fastráðinn við Tækniskólann árið 1981 og starfar enn við kennslu í tækni- og verkfræðideild HR. 

„Það sem gerðist var að námsframboðið var aukið töluvert mikið,” segir Guðbrandur aðspurður um það sem stendur upp úr frá rektorsárunum. „Það tókst að koma á tæknifræðinámi í öllum aðalgreinum eins og þær eru skipulagðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Við keyrðum eftir danska módelinu.” 

Guðbrandur segir tækninám ekki hafa breyst mikið í grundvallaratriðum frá því hann starfaði sem rektor. Og þó tæknilegar lausnir hafi breyst ört þá byggir námið alltaf á náttúrulögmálum sem hafa ekki breyst í 100 – 200 ár. Aðspurður um stöðu tækni- og verkmenntunar í dag segir Guðbrandur yfirvöld menntamála engan veginn hafa staðið sig. „Það er alveg ljóst að þetta eru dýrari greinar en ýmsar hefðbundnar bóknámsgreinar en þær hafa hreinlega verið vanræktar. Undanfarin ár hefur það verið þannig að það er talað fjálglega um þessar greinar á hátíðarstundum, en svo er ekkert gert.” Heldur þú að ástæðan sé peningaskortur eða áhugaleysi? „Peningarnir eru drifkrafturinn en maður hefur auðvitað séð að þeir sem koma að þessum málum hafa mjög takmarkaða þekkingu á þeim. Ef þú skoðar menntun þeirra sem hafa setið á Alþingi síðustu áratugi og telur hvað þar hafa setið margir verk- og tæknifræðingar þá ná þeir ekki heilum tug. Ég get í fljótu bragði nefnt þrjá, þó þeir geti vissulega verið fleiri.” 

Horft til framtíðar 

Guðbrandur segist ánægður með þá stefnu sem nú er rekin í HR og þegar hann er beðinn um að líta til framtíðar segist hann vilja sjá að haldið verði áfram á sömu braut. Mikilvægt sé að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í starfsumhverfi tæknimanna svo þeir verði áfram eftirsóttir til þessara starfa. Þá segir hann að mikilvægt sé að hafa í huga að þeir sem velja sérhæfðar námsleiðir, geti í raun brugðið sér í margskonar störf. 

Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands 2002-2005 

Þurfum forgangsröðun í menntamálum 

Stefanía Katrín Karlsdóttir var rektor Tækniháskóla Íslands árin 2002 til 2005. Stefanía á að baki fjölbreytta menntun og starfsreynslu. Hún er með tæknimenntun á sviði sjávarútvegs, matvælafræði og viðskiptafræði. Hún starfaði um árabil kringum sjávarútveg, síðan í tengslum við menntastofnanir, var bæjarstjóri og fjármálastjóri. Hún starfar nú við eigið fyrirtæki, Matorku. Það var einmitt árið 2002, þegar Stefanía varð rektor, sem Tækniskólinn varð að háskóla og féll það því í skaut Stefaníu að leiða skólann í gegnum miklar breytingar. „Það þurfti að laga skólann að nýju lögunum og gera ýmsar breytingar á innviðum hans, en skólinn stóð á góðum grunni sem unnið var út frá. Þessi vinna tókst vel og okkur tókst að halda okkur innan fjárlaga strax á öðru starfsári skólans sem háskóla, en það er eilíf barátta þeirra sem reka ríkisháskóla sem og margar aðrar ríkisstofnanir.” 

Viðnám við sameiningu ríkisstofnana 

Tækniháskólinn var í fremur slöku leiguhúsnæði þegar Stefanía tók til starfa. Hún rifjar upp að mikil umræða hafi átt sér stað um hvort byggja ætti nýtt húsnæði fyrir skólann og hvernig haga ætti framtíð hans. Sú umræða hafi svo leitt af sér aðra kunnuglega umræðu; hvort sameina ætti háskóla. „Það er mín skoðun að það sé ekki forsvaranlegt að vera með svona marga háskóla í svo fámennu samfélagi. Skólarnir ættu í mesta lagi að vera 2-3. Námsframboðið mætti vera töluvert afmarkaðra og styrkja mætti faglegt starf þeirra námsbrauta sem kenndar eru. En það myndast gjarnan talsvert viðnám þegar sameining ríkisstofnana berst í tal og ótal hagsmunir koma upp á yfirborðið, hvort sem eru innanhúss hagsmunir eða pólitískir hagsmunir. Það gleymist stundum í umræðunni að ríkisstofnun sem rekin er fyrir skattfé fólksins í landinu er alltaf stærri en einstaklingarnir sem stýra henni,“ segir Stefanía. 

Að sögn Stefaníu voru á sínum tíma margir aðilar ósáttir við sameiningu Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík. „Raunin hefur þó sýnt að tækninámið hefur á síðustu árum fengið enn meiri stuðning í HR. Það var mitt mat að í kringum sameininguna hafi áhersla HR fyrst og fremst verið á akademískt nám og á þessum tímapunkti höfðu menn áhyggjur af framgangi tækninámsins. Tækninám er auðvitað mun dýrara nám en t.d. nám í hugvísindum. Það er því ákveðin tilhneiging hjá hinu opinbera að koma til móts við skólana í formi aukins framlags af svokölluðum nemendaígildum í ódýrari flokkum en þeirra sem dýrari eru. Kerfið getur því hvatt skólana til að fá sem flesta nemendur sem falla undir ódýrari ígildisflokka,” segir Stefanía. Hún bendir jafnframt á að á sama tíma sé mun meiri eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki á vinnumarkaði og segir að það þurfi að stokka spilin og mæta betur þörfum atvinnulífsins. 

Háskólar á Íslandi eru sjö. „Skólarnir eru reknir af skattpeningum og það er mikil samkeppni um þessa peninga. Til að nýta þetta fé betur þarf að taka menntamálin til endurskoðunar og forgangsraða. Liður í því er að gera mælanlega menntastefnu t.d. til tuttugu ára. Til samanburðar, þá er öllum sveitafélögum skylt að gera aðalskipulag langt fram í tímann. Þar eru skilgreindar áherslur t.d. um iðnaðarhverfi, verslunarhverfi og íbúðahverfi svo eitthvað sé nefnt. Mælanleg menntastefna ætti einnig að vera lagaskylda og markmið hennar meðal annars að vera að ekki sé verið kenna sama námið í mörgum skólum í ekki fjölmennara samfélagi. Reynslan á vinnumarkaði sýnir að offramboð er af ákveðinni menntun,” segir Stefanía að lokum. 

Fara efst