Námið
Rannsóknir
HR

Á samfélagssviði er fjallað um samfélagið í heild, út frá viðskiptum og hagfræði, heilsu - bæði sálrænni og líkamlegri - og lögum. Meðal helstu rannsóknasviða eru hagfræði, stjórnun, nýsköpun og frumkvöðlafræði, íþróttasálfræði, þroska- og taugasálfræði, íslensk og alþjóðleg lög og tengslin þar á milli, þjálffræði, og félagslegir og sálfræðilegir þættir íþróttastarfs.  

Starfsmenn sviðsins taka mikinn þátt í almennri umræðu og stefnumótun auk þess að vera virkir í sínu fræðaumhverfi. Sérfræðiþekking á sviðinu nýtist þannig beint samfélaginu til heilla. Á sviðinu starfa áhrifamiklir vísindamenn sem eiga í miklu alþjóðlegu samstarfi. Nokkur rannsóknarverkefni sem þaðan koma hafa haft áhrif á heimsvísu, t.a.m. verkefnið PlanetYouth um forvarnir og Evrópuverkefni um alþjóðadómstóla og nýsköpunarstarf. 

Deildir innan samfélagssviðs

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er forseti samfélagssviðs.
  • Rannsóknarsetur
  • Finndu starfsmenn samfélagssviðs
  • Finndu fræðifólk hjá HR
Fara efst