Námið
Rannsóknir
HR
Keppnir og kynningar

Það er tilvalið að nýta tímann í HR til að öðlast ýmsa reynslu og fara út fyrir þægindarammann. Keppnir eru t.a.m. góð leið til að læra að takast á við erfið verkefni undir álagi og oftast í liði. Um leið eru þær mikilvæg tenging fyrir nemendur inn í atvinnulífið þar sem þeir fá tækifæri á að kynna rannsóknir sínar og viðskiptahugmyndir. Þátttaka nemenda HR í keppnum á borð við Vitann, Torgið og Gulleggið er miklvægur liður í því fjölbreytta og öfluga nýsköpunarstarfi sem unnið er innan háskólans og teygir anga sína jafnt innlendis sem erlendis.

Hvað er Vitinn?

Þróaðu og settu fram hugmynd á þremur dögum og þú gætir verið á leiðinni út!

Vitinn er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR og snýst um að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Keppnin stendur yfir í þrjá sólarhringa, frá fimmtudegi til laugardags. Þátttaka krefst ekki sérstakrar kunnáttu, heldur einungis skapandi hugsunar og góðrar samvinnu. Vitinn er vettvangur þess að: 

  • Leysa verkefni fyrir alvöru fyrirtæki
  • Þróa og setja fram hugmynd á þremur dögum
  • Kynna hugmynd fyrir dómnefnd
  • Njóta aðgangs að sérfræðingum úr sjávarútvegi og öðrum geirum atvinnulífsins
  • Fá útrás fyrir sköpunargleðina

Nemendur vinna saman í liðum. Þeir fá framsöguþjálfun og kynna niðurstöður sínar og tillögur að lausnum fyrir dómnefnd á lokadegi keppninnar. Að þvi loknu fer verðlaunaafhending fram. Sigurliðið í Vitanum er boðið á sjávarútvegssýninguna í Boston þar sem þeirra bíður skipulögð dagskrá. Keppnin er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan 2015. 

Skráning

Keppendur skrá sig eða sitt lið til leiks. Í hverju liði mega vera að hámarki fimm þátttakendur. Æskilegt er að liðin séu kynjablönduð.

Ertu með spurningu? 

Frekari upplýsingar veitir Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, verkefnastjóri í tölvupósti. Hægt er að senda spurningar á netfangið hrafntinnak@ru.is@ru.is.

Keppnir eftir deildum 

Þar sem lögð er áhersla á samstarf deilda við Háskólann í Reykjavík eru nemendur hvattir til að kanna hvort þeir geti tekið þátt í keppnum þvert á sínar deildir. Best er að hafa samband við verkefnastjóra hverrar deildar varðandi þetta.

Tölvunarfræðideild

Forritunarkeppni ACM fyrir háskólanema: The ACM International Collegiate Programming Contest (ICPC) is a multitier, team-based, programming competition operating under the Association for Computing Machinery (ACM). The contest involves a global network of universities hosting regional competitions that advance teams to the ACM-ICPC World Finals.

Verkfræðideild
  • Formula student
  • Robosub
  • Hönnunarkeppni HÍ
  • Rotmann keppnin
Viðskiptafræði

BSc nemendur hafa tekið þátt í Fjármálakeppni sl. ár sem hefur farið fram í Toronto.

Iðn- og tæknifræði

Nemendur taka þátt í Formula Student

Lagadeild: 

Lögfræðiþjónusta Lögréttu

Hjá Lögfræðiþjónustu Lögréttu veita laganemar á þriðja, fjórða og fimmta ári, almenningi lögfræðiráðgjöf að kostnaðarlausu og öðlast með því dýrmæta reynslu. Hægt er að hafa samband með því að senda fyrirspurn hér. Starfsemin hefst í september ár hvert og stendur fram í byrjun maí, að undanskyldum prófatímabili laganema. Þess má geta að laganemar eru bundnir þagnarskyldu við störf sín. Skattadagurinn er árlegur viðburður á vegum Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Þá getur almenningur komið og fengið aðstoð við útfyllingu skattframtala.

Málfundafélag 

Á vegum Lögréttu starfar málfundafélag Lögréttu sem stendur fyrir málfundum um lagaleg málefni sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. Þá gefur félagið út Tímarit Lögréttu sem er ritrýnt fræðitímarit á sviði lögfræði.

Málfundafélagið efnir til málflutningskeppni árlega. Nemendum er úthlutað tilbúnu dómsmáli og skila þau stefnu og greinagerð. Dómarar eru þaulreyndir héraðs– og Hæstaréttardómarar.

Nemendum í meistaranámi býðst undirbúningsnámskeið, þjálfun og einingar fyrir þátttöku í þremur alþjóðlegum keppnum:

  • The Philip C. Jessup International Law Moot Court Competition, sem er haldin í Washington DC.
  • Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot, sem er haldin í Vín.
  • EEA Moot Court Competition á vegum ESA og EFTA, hefur veirð haldin á Íslandi og í Noregi.

Sálfræðideild og íþróttafræðideild - Taka ekki þátt í neinum sérstökum keppnum.

Frumkvöðlamiðuð átaksverkefni

HR er þátttakandi í mörgum viðburðum og samstarfsverkefnum með fyrirtækjum og stofnunum í því augnamiði að þróa frumkvöðlaanda og –hæfni og styðja við nýsköpun.

Sem dæmi má nefna:
Þátttaka í kynningum og sýningum

Nemendur geta óskað eftir því að fá að taka þátt í kynningum og sýningum á vegum HR. Með þátttöku hljóta nemendu góða þjálfun og reynslu af því að taka þátt auk þess að stækka tengslanetið.

Hér fyrir neðan eru nokkur verkefni sem nemendum HR býðst að taka þátt í:

  • Vísindavaka Rannís 
  • UTmessan
  • Háskóladagurinn
  • Kynningar á námi við HR fyrir framhaldsskólanema
  • Verk og vit
  • Lögfræðiaðstoð Lögréttu
  • Nemendafélag lagadeildar, Lögrétta, býður upp á ókeypis lögfræðiaðstoð. 

Frekari upplýsingar veitir Eva Sigrún Guðjónsdóttir, verkefnastjóri, í gegnum netfangið evasigrun@ru.is.

Keppnir fyrir framhalds- og grunnskóla

Á ári hverju tekur HR þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum til þess að fræða nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi um háskólasamfélagið og efla áhuga þeirra á háskólanámi.

HR hefur sérstaklega lagt áherslu á verkefni þar sem frumkvöðlaandi og sköpunarkraftur nemenda ræður ríkjum og verkefni sem efla áhuga og þekkingu á tækni- og raungreinum.

Má sem dæmi nefna Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og Stelpur, stálp og tækni. Þá stendur HR árlega að Hringekjunni þar sem nemendur á efsta stigi grunnskóla fá að taka þátt í stuttum námskeiðum undir handleiðslu kennara. 

Fjölmörg verkefni eru í gangi allan ársins hring og margir möguleikar í boði fyrir nemendur á framhaldsskólastigi til að kynnast og fræðast um námið og lífið í HR.

Til dæmis er hægt að taka þátt í ýmsum keppnum eins og:

Fara efst