Námið
Rannsóknir
HR
Háskólagrunnur HR

Háskóla-
grunnur HR

Námstími
1 ár
Einingar
100 fein
Prófgráða
Lokaprófi sem veitir rétt til háskólanáms
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Í Háskólagrunni HR útskrifast nemendur með lokapróf sem veitir rétt til háskólanáms. Námið er á framhaldsskólastigi og velja nemendur ákveðinn grunn með hliðsjón af því í hvaða háskólanám þeir stefna í. Í öllum grunnum eru teknar greinar eins og stærðfræði, íslenska og enska. Áhersla er lögð á að nemendur fái góðan undirbúning fyrir háskólanám og temji sér góð og vönduð vinnubrögð.

Námið byggir á akademískum viðmiðum deilda í HR. 
  • Lengd náms: 2 annir eða 3 annir
  • Fjöldi fein: 100
Umsókarfrestur

Opið er fyrir umsóknir í tveggja anna nám og viðbótarnám við stúdentspróf fyrir vorönn 2026 frá 5. nóvember til og með 15. desember 2025.

Upplýsingar um námslán

Nám við Háskólagrunn HR er lánshæft hjá Menntasjóði.

Kjartan Elvar Baldvinsson, útskrifaður með BSc í tölvunarfræði

Hægt er að velja tvær leiðir til að ljúka lokaprófi frá Háskólagrunni:
  • Eins árs nám: Í eins árs námi í Háskólagrunni er bekkjarkerfi sem þýðir að hver nemandi er í sama bekknum frá því að hann byrjar í náminu. Kennsla hefst í byrjun ágúst og lýkur með útskrift í júní árið eftir. Í náminu er bekkjarkerfi og hefur hver grunnur sína heimastofu.
  • Þrjár annir: Kennsla hefst í janúar og lýkur með útskrift eftir eitt og hálft ár. Í upphafi náms eru allir þriggja anna nemendur í sama bekk en dreifast svo á grunna eftir fyrstu önnina. Kennsla hefst í byrjun janúar.

Háskólagrunnur HR er lottóvinningur fyrir þá sem vilja háskólamenntun en hafa ekki klárað stúdentspróf. Mikið nám á stuttum tíma en frábær grunnur fyrir komandi námsár. Félagslífið og umhverfið í HR kom mér skemmtilega á óvart. Kennarar, námsráðgjafar og aðrir starfsmenn halda vel utan um nemendur og gera upplifunina og menntunina persónulegri 

Áskell Friðriksson
Útskrifaður með BSc í sálfræði

Hvernig læri ég?

Í Háskólagrunni HR er staðarnám og bekkjarkerfi þar sem hver bekkur hefur sína heimastofu. Kennsla fer fram á fjölbreyttan hátt. Áfangar eru ýmist kenndir í lotum eða yfir heila önn. Áhersla er lögð á samvinnu nemenda. Í sumum greinum eru kennslustundir teknar upp og í öðrum gerð krafa um þátttöku. 

Nemendur velja einn grunn í upphafi

Nemendur velja grunn miðað við hvaða nám þeir ætla í að loknum Háskólagrunni.

Hvaða grunn á ég að velja? 

Námið er sniðið að nemendum á þann hátt að þeir velja strax grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu.

Fyrir hverja? 
Tækni- og verkfræðigrunnur er kjörinn fyrir nemendur sem stefna í tæknifræði, verkfræði, hugbúnaðarverkfræði og tölvunarstærðfræði.

Hvað er kennt í tækni- og verkfræðigrunni?
Mikil áhersla er lögð og stærðfræði og raungreinar en kennsla í íslensku, ensku og excel er eins í öllum grunnum. Auk þess er kenndur einn áfangi í dönsku og einn áfangi í forritun. Í lok skólaárs er val milli stærðfræði og siðfræði.

  • Fjöldi eininga í stærðfræði: 32-36 fein
  • Fjöldi eininga í eðlisfræði: 10-14 fein
  • Fjöldi eininga í efnafræði: 5-9 fein
  • Fjöldi eininga í íslensku: 20 fein
  • Fjöldi eininga í ensku: 15 fein
  • Danska, excel og forritun: samtals 10 fein

Í dag hefur sirka 20 ára draumur minn ræst!

Halla Kolbeinsdóttir, á brautskráningarathöfn 2020

Að námi loknu

Háskólagrunni HR lýkur með lokaprófi og veitir rétt til háskólanáms.

Nemendur uppfylla öll skilyrði Háskólans í Reykjavík en ef markmiðið er nám við annan háskóla er best að kynna sér vel inntökuskilyrðin þar sem Háskólagrunnur HR getur ekki ábyrgst að nemandi uppfylli öll skilyrði sem gilda í öðrum háskólum, enda eru þau mismunandi.

Hugsunin að fara í háskóla hefur setið í mér síðan ég kláraði rafeindavirkjun kringum 2010, en ég ákvað að hoppa út í atvinnulífið fyrst og læra aðeins á skóla lífsins. Nú rúmum 10 árum síðar þá fannst mér ég vera kominn á réttan stað til að hefja háskólagöngu. Námið hefur verið frábær reynsla, kennararnir frábærir, námsefnið krefjandi og skemmtilegt. Helsti kosturinn við námið finnst mér vera keyrslan, það er lítið verið að staldra við efnið í áföngunum og farið er yfir mikið efni á stuttum tíma.

Ólafur Finnbogi Ólafsson
Útskrifaður með BSc í tölvunarfræði

Skipulag náms

1. lota
Stærðfræði
F STÆ2A05 / 5 ECTS
2. lota
Stærðfræði
F STÆ3A07 / 7 ECTS
Stærðfræði
F STÆ2B05 / 5 ECTS
Enska
F ENS2A05 / 5 ECTS
Enska
F ENS3A05 / 5 ECTS
Excel
F EXC2A02 / 2 ECTS
Eðlisfræði
F EÐL2A05 / 5 ECTS
Efnafræði
F EFN2A05 / 5 ECTS
Íslenska
F ÍSL2A04 / 4 ECTS
Íslenska
F ÍSL2B04 / 4 ECTS
Íslenska
F ÍSL2C02 / 2 ECTS
3. lota
Íslenska
F ÍSL3A10 / 10 ECTS
Forritun
F FOR3A03 / 3 ECTS
Stærðfræði
F STÆ3B05 / 5 ECTS
Stærðfræði
F STÆ4A10 / 10 ECTS
Enska
F ENS3B05 / 5 ECTS
Danska
F DAN2A05 / 5 ECTS
Eðlisfræði
F EÐL2A05 / 5 ECTS
Efnafræði
F EFN3A04 / 4 ECTS
Eðlisfræði
F EÐL3B04 / 4 ECTS
4. lota
Stærðfræði
F STÆ4B04 / 4 ECTS
Siðfræði
F SIÐ3A04 / 4 ECTS

Ertu með spurningar um námið?

Námstími
1 ár
Einingar
100 fein
Prófgráða
Lokaprófi sem veitir rétt til háskólanáms
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Nei
Umsóknarfrestur

Opið er fyrir umsóknir í tveggja anna nám og viðbótarnám við stúdentspróf fyrir vorönn 2026 frá 5. nóvember til og með 15. desember 2025.

Upplýsingar um námslán

Nám við Háskólagrunn HR er lánshæft hjá Menntasjóði.

Gunnhildur Grétarsdóttir
Verkefnastjóri

Inntökuskilyrði

Sömu inntökuskilyrði eiga við um eins árs nám og þriggja anna nám í Háskólagrunni HR.

Eftirtaldir geta sótt um:

  1. Þau sem lokið hafa skilgreindu starfsnámi, þ.e. burtfararprófi úr iðn-, verkmennta- eða fjölbrautaskóla eða sambærilegu námi. Ekki er gerð krafa um sveinspróf.
  2. Þau sem hafa lokið Menntastoðum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af vinnumarkaði.
  3. Þau sem hafa stundað nám við framhaldsskóla en ekki lokið námi. Hver umsókn er metin og skoðuð sérstaklega en að öllu jöfnu er miðað við að bóklegur undurbúningur jafngildi um 70 fein (42 ein) og að umsækjendur hafi tekið að lágmarki einn áfanga í stærðfræði, íslensku og ensku. Auk þess er krafist starfsreynslu og að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.
  4. Þau sem hafa lokið stúdentsprófi en þurfa meiri undirbúning í stærðfærði og raungreinum. Lengd námsins, einingafjöldi og samsetning er háð fyrra námi umsækjanda. 
Fylgigögn með umsókn
  • Staðfest afrit einkunna úr framhaldsskóla.
  • Starfsvottorð frá vinnuveitanda, umsögn um hvaða starfi viðkomandi gegndi, hversu lengi og starfshlutfall.
  • Umsækjendur sem eru með burtfararpróf eða sveinspróf þurfa ekki að skila inn starfsvottorði.
  • Sýnishorn af starfsvottorði.

Fylgigögnum skal skila inn rafrænt og hengja við umsókn. Á námsferlum þarf að koma fram stimpill viðkomandi skóla. 

Umsóknarfrestur
  • Opið er fyrir umsóknir í eins árs nám frá 5. febrúar 2025 og námið hefst í ágúst 2025.
  • Opið er fyrir umsóknir í þriggja anna nám frá 5. nóvember 2025 til 15. desember 2025.

Þeir umsækjendur sem sækja snemma um og skila inn umbeðnum fylgigögnum geta vænst þess að fá svar fljótlega.

Gunnhildur Gunnarsdóttir
Verkefnastjóri
Anna Sigríður Bragadóttir
forstöðumaður Frumgreinadeildar

Aðstaða

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Nemendur Háskólagrunns eru að öllu jöfnu í sömu kennslustofunni með bekkjarfélögum sínum.

Kennarar

Reynsla og sérfræðiþekking

Nemendur í Háskólagrunni njóta leiðsagnar öflugra kennara á sínum fagsviðum. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Sjá fleiri kennara

Af hverju undirbúningsnám í HR?

Fara efst